Hópefli
Kajakferð sem hópefli
Kajakferðin var farin í fylgd leiðsögumanna frá Kajakferðum.
Ferðin hófst á tjörn við Stokkseyri. Frá henni var siglt eftir skurðum á milli lítilla vatna.
Eftir að hafa þrætt leiðina í gegnum skurðina leiddi árfarvegur hópinn út í sjó. Þar sigldi hópurinn eftir strandlengjunni í fylgd forvitinna sela og fugla.
Kajakferðinni lauk í höfninni við Stokkseyri þar sem hópnum var skipt í tvennt og keppti í boðróðri.
Ferðin var mikil upplifun og mun seint gleymast.