Skip to content

2025

Vinnustofan komin á fullt!

Vinnustofan er hafin og þátttakendur komnir saman í Fab Lab Húsavík. Stemningin er frábær og sköpunarkrafturinn í hámarki.

Fyrsti dagurinn í vinnustofunni er nú að baki og verkefnin komin vel af stað. Þátttakendur hittust á nýsköpunarsetrinu Stéttinni, þar sem smiðjan er til staðar. Þar voru kynntar áherslur dagsins, farið yfir skipulag verkefna, haldnar kynningar og mótaðar fyrstu hugmyndir. Stemningin var góð og greinilegt að mikið skapandi starf er fram undan.

Við hlökkum til að skrá niður og miðla framhaldinu næstu daga!

intro

Neil Gershenfeld heilsar upp á Fab Lab Ísland hópinn

Neil Gershenfeld, stofnandi og leiðtogi Fab Lab smiðjanna á heimsvísu, heilsaði upp á hópinn í byrjun miðvikudagsfyrirlestrarins í Fab Academy. Þórarinn Bjartur Breiðfjörð tók að sér að sýna nemendum um allan heim inn í Fab Lab Húsavík og svara spurningum Neils um hvað væri verið að gera.

Neil minnist á hverju ári á það að íslensku Fab Lab smiðjurnar séu einhver þéttasti hópur Fab Lab smiðja sem um getur. Fab Lab Ísland hittist vikulega á netinu og einu sinni á ári er haldið bootcamp í einni smiðjunni þar sem allir mæta á staðinn og deila þekkingu og nýjum aðferðum.

Neil Gershenfeld - Fab Academy fyrirlesturUpptöku frá sýndarheimsókn Neils má sjá á fyrstu mínútunum í þessu myndbandi.

Fab Academy nemendurnir Ólöf Hannesdóttir og Magnús Pétursson tóku frá miðvikudaginn kl. 13 til að mæta á fyrirlesturinn hjá Neil Gershenfeld, sem fjallaði um applications and implications og project development. Nú er Fab Academy að klárast og nemendurnir eru að vinna að lokaverkefnunum sínum.

Síðan komin í loftið 🚀

🎉 Fab Lab Ísland Bootcamp – þetta er að fara af stað!

Bootcampið verður haldið á Húsavík 20.–24. maí.

Síðan fyrir Fab Lab Ísland Bootcamp 2025 á Húsavík er komin í loftið!

Þegar nær dregur munum við halda utan um það sem gerist í verki, myndum, orðum og jafnvel hljóði 🎧

Á síðunni munum við setja inn tilkynningar og að minnsta kosti eina færslu á dag um það sem er að gerast.

Við fylgjumst með verkefnavinnu, heimsóknum og kynningum, og deilum öllu því helsta sem smiðjur hafa verið að gera og tileinka sér – bæði hér heima og víðsvegar um heim.

Verið velkomin á síðuna og endilega fylgist með!

loft