Skip to content

Neil Gershenfeld heilsar upp á Fab Lab Ísland hópinn

Neil Gershenfeld, stofnandi og leiðtogi Fab Lab smiðjanna á heimsvísu, heilsaði upp á hópinn í byrjun miðvikudagsfyrirlestrarins í Fab Academy. Þórarinn Bjartur Breiðfjörð tók að sér að sýna nemendum um allan heim inn í Fab Lab Húsavík og svara spurningum Neils um hvað væri verið að gera.

Neil minnist á hverju ári á það að íslensku Fab Lab smiðjurnar séu einhver þéttasti hópur Fab Lab smiðja sem um getur. Fab Lab Ísland hittist vikulega á netinu og einu sinni á ári er haldið bootcamp í einni smiðjunni þar sem allir mæta á staðinn og deila þekkingu og nýjum aðferðum.

Neil Gershenfeld - Fab Academy fyrirlesturUpptöku frá sýndarheimsókn Neils má sjá á fyrstu mínútunum í þessu myndbandi.

Fab Academy nemendurnir Ólöf Hannesdóttir og Magnús Pétursson tóku frá miðvikudaginn kl. 13 til að mæta á fyrirlesturinn hjá Neil Gershenfeld, sem fjallaði um applications and implications og project development. Nú er Fab Academy að klárast og nemendurnir eru að vinna að lokaverkefnunum sínum.

Ólöf bjó til listaverk sem lætur leið hvalsins á milli Íslands og Karíbahafsins lýsast upp. Ólöf lætur hvalinn sjálfan svífa yfir sjónum með rafsegli.

Travels of a Humpback Whale

Meiri upplýsingar um verkefni Ólafar eru hér.

Magnús bjó til vél sem notar mótora til að fletta Magic the Gathering spilum úr safni sínu, einu í einu og greina hvaða spil er um að ræða með tölvusjón. Þannig getur hann fengið yfirsýn yfir öll spilin, sem skipta tugum þúsunda.

The Card-A-Pult

Meiri upplýsingar um verkefni Magnúsar eru hér.